Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. maí 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Spænski boltinn fer í verkfall vegna ágreinings við stjórnvöld
Úrslitaleik spænska bikarsins gæti verið frestað vegna málsins.
Úrslitaleik spænska bikarsins gæti verið frestað vegna málsins.
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnusambandið á í erjum við spænsk stjórnvöld vegna sjónvarpsréttinda spænsku deildarinnar.

Vegna erjanna hefur spænska knattspyrnusambandið ákveðið að fara í verkfall og setja þar með spænska boltann í pásu frá og með 16. maí.

Spænska ríkisstjórnin setti ný lög um sjónvarpsréttindi sem heftir tekjur knattspyrnusambandsins, sem er allt annað en sátt við ákvörðunina.

Aðeins þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu auk bikarúrslitaleiksins sem verður ekki spilaður ef knattspyrnusambandið fær ekki sínu framgengt.

„Enn og aftur endurnýjum við tilboð okkar til spænskra stjórnvalda um að setjast niður og ræða málin," stendur í yfirlýsingu á vefsíðu knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner