Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. maí 2015 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 4. sæti
Leiknismönnum er spáð 4. sætinu í sumar.
Leiknismönnum er spáð 4. sætinu í sumar.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Björgvin Stefán Pétursson er fyrirliði Leiknis.
Björgvin Stefán Pétursson er fyrirliði Leiknis.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Hinn ungi og efnilegi Kristófer Páll Viðarsson var markakóngur í 3. deildinni í fyrra.
Hinn ungi og efnilegi Kristófer Páll Viðarsson var markakóngur í 3. deildinni í fyrra.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Leiknir F. 151 stig
5. Höttur 146 stig
6. Njarðvík 143 stig
7. Sindri 137 stig
8. Tindastóll 107 stig
9. Ægir 101 stig
10. Huginn 99 stig
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig

4. Leiknir F.
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 3. deild

Fótboltinn hefur verið á mikilli uppleið á Fáskrúðsfirði undanfarin ár og nú er liðið komið upp í 2. deild. Fáskrúðsfirðingar gáfu tóninn í nýju 3. deildinni árið 2013 og kláruðu dæmið með því að fara upp í fyrra.

Þjálfarinn: Viðar Jónsson þjálfari lið Leiknis líkt og í fyrra. Viðar spilaði í áraraðir með Leikni á sínum tíma en hann lagði skóna endanlega á hilluna árið 2010. Viðar þjálfaði einnig meistaraflokk kvenna hjá Leikni á sínum tíma.

Styrkleikar: Leiknismenn hafa mjög öfluga erlenda leikmenn í bland við sterka heimastráka. Mikill fótboltaáhugi er á Fáskrúðsfirði og það verður erfitt fyrir önnur lið að heimsækja Búðagrund í sumar. Sóknarleikurinn verður helsta vopn Fáskrúðsfirðinga en liðið hefur á að skipa mörgum mjög frambærilegum leikmönnum framarlega á vellinum og til að mynda skoraði Leiknir 55 mörk í 18 leikjum i 3. deildinni í fyrra.

Veikleikar: Tæplega 700 manns búa á Fáskrúðsfirði og lítil breidd í leikmannahópnum gæti komið í bakið á liðinu þegar á líður sumarið. Margir leikmenn í hópnum eru ungir og hafa enga reynslu af því að spila í 2. deildinni. Spænsku leikmennirnir Hector Pena Bustamante og Marc Ferrer eru farnir í Fjarðabyggð og Njarðvík en þeir stóðu sig báðir mjög vel á síðasta tímabili.

Lykilmenn: Hilmar Freyr Bjartþórsson, Kristófer Páll Viðarsson og Paul Bodgan Nicolescu.

Komnir:
Almar Daði Jónsson frá Fjarðabyggð
Bergsteinn Magnússon frá Selfossi
Fernando Garcia Castellanos frá Spáni
Haraldur Þór Guðmundsson frá Fjarðabyggð
Hlynur Bjarnason frá Fjarðabyggð
Hugo Alfonso Reguero Lucena frá Spáni
Paul Bodgan Nicolescu frá Spáni
Valdimar Ingi Jónsson frá Víkingi R.
Vignir Daníel Lúðvíksson frá KV

Farnir:
Carlos Monleon til Spánar
Eggert Georg Tómasson í FH
Hector Pena Bustamante í Fjarðabyggð
Marc Lladosa Ferrer í Njarðvík

Fyrstu leikir hjá Leikni F.
9. maí Tindastóll - Leiknir F.
16. maí Leiknir F. - Dalvík/Reynir
23. maí Afturelding - Leiknir F.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner