Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2015 11:30
Magnús Már Einarsson
Þorvaldur Ö.: KA og Víkingur yfirburðar lið í að styrkja sig
Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég hef ekki velt því fyrir mér hvort þetta komi á óvart eða ekki á óvart. Það skiptir svo sem engu máli. Það sem skiptir máli er hvernig tímabilið verður í lokin," segir Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK um spána í 1. deild karla en liðinu er spáð 4. sæti í deildinni í spá fyrirliða og þjálfara.

HK endaði í 6. sæti í 1. deildinni í fyrra eftir að hafa unnið 2. deildina ári áður.

„Í fyrra var markmiðið fyrst og fremst að halda okkur í deildinni og það tókst. Eftir mótið kláraðist í fyrra hefur markmiðið verið að menn bæti sig og styrkja liðið í heildina. Það hefur tekist ágætlega."

„Menn eru orðnir betri en takmarkið í sumar er fyrst og fremst að vera á góðum stað þegar sex síðustu umferðirnar eru og eiga vonandi einhvern séns á að berjast við betri liðin. Það á eftir að koma í ljós."


Þorvaldur reiknar með hörkukeppni í 1. deildinni í sumar. „Þessi deild er svipuð og undanfarin ár. Deildin hefur verið jafn í byrjun móts og fram eftir miðju og síðan ræðst þetta á síðustu sex umferðunum, hverjir eru sterkastir, með breiðasta hópinn og haft heppnina með sér."

„Vissulega eru KA og Víkingur Ólafsvík búin að vera yfirburðar lið í því síðustu tvö ár að bæta og styrkja sig og verða að komast upp. Ég hugsa að þau haldi því áfram. Það er sérstakt að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni er spáð neðarlega. Þau hafa breyst mikið vissulega en lið sem koma úr úrvalsdeild eru líkleg til að fara aftur upp, annað væri skrýtið,"
sagði Þorvaldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner