Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2016 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Afturelding og Grótta byrja á sigrum
Mynd: Bjarki Már - Afturelding
Afturelding og Grótta byrja tímabilið vel í 2. deildinni en Afturelding lagði KV að velli og Grótta hafði betur gegn ÍR.

Völsungur gerði þá 1-1 jafntefli við Magna þar sem Arnþór Hermannsson gerði eina mark Völsunga.

Wentzel Steinarr Kamban og Nik Anthony Chamberlain gerðu fyrstu mörk Aftureldingar gegn KV áður en Njörður Þórhallsson minnkaði muninn. Kristófer Örn Jónsson gerði svo út um leikinn í uppbótartíma.

Agnar Guðjónsson skoraði fyrra mark Gróttu í góðum sigri á ÍR en markið var stórglæsilegt, hörkuskot í samskeytin.

KV 1 - 3 Afturelding
0-1 Wentzel Steinarr Kamban ('32)
0-2 Nik Anthony Chamberlain ('51, víti)
1-2 Njörður Þórhallsson ('53)
1-3 Kristófer Örn Jónsson ('91)
Rautt spjald: Einar Bjarni Ómarsson, KV ('82)

ÍR 0 - 2 Grótta
0-1 Agnar Guðjónsson ('27)
0-2 Viktor Smári Segatta ('62,víti)

Völsungur 1 - 1 Magni
1-0 Arnþór Hermannsson ('15)
1-1 Markaskorara vantar ('76)
Rautt spjald: Bergur Jónmundsson, Völsungur ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner