Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2016 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Ásgeir spáir í 1. umferð Inkasso-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur mætir á gamlan heimavöll í kvöld.
Þorvaldur mætir á gamlan heimavöll í kvöld.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Inkasso-deildin hefst í kvöld með tveimur leikjum. Grindavík og Haukar mætast í Grindavík og í Kórnum kemur Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflavíkur með sitt lið og heimsækir fyrrum lærisveina í HK. Sá leikur er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fyrsta umferðin lýkur síðan á morgun með fjórum leikjum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leikmaður FH og þjálfari ÍH í 4.deildinni tók það að sér að spá fyrir um leikina í fyrstu umferðinni.

Grindavík 2-0 Haukar (19:15 í kvöld)
Grindavík eiga eftir að spila vel í rokinu suður með sjó. Björn Berg Bryde kann á vindinn og skorar fyrsta mark sumarsins eftir fimm mínútna leik. Alexander Freyr, fyrirliði Hauka, heldur að hann hafi jafnað metin á 89. mínútu en annars góður dómari leiksins flautar ranglega bakhrindingu. Svo innsiglar Grétar Ólafur Hjartarson sigurinn í uppbótartíma.

HK 1-3 Keflavík (19:15 í kvöld í beinni á Stöð2Sport)
Hef trú á Suðurnesjaliðunum í sumar og Toddi Örlygs byrjar á þremur punktum í kvöld á sínum gamla heimavelli. Hann mun rífa menn upp af rassgatinu í Sunny Kef í sumar.

Fjarðabyggð 3-1 Huginn (14:00 á morgun)
Austfjarðaslagur af bestu gerð og verð ég virkilega fúll ef það verða ekki læti milli stuðningsmanna í stúkunni. Huginn verða með hugann við varnarleikinn í sumar og þá mun þeim ganga allt í haginn. En ekki í þessum leik.

Leiknir R. 2-0 Þór (16:00 á morgun)
Leiknisljónin koma dýrvitlaus til leiks með Kristján Guðmundsson sem skipstjóra meðan Þórsarar mæta laskaðir til keppni. Auðveldur sigur Leiknis.

Selfoss 2-2 Leiknir F. (16:00 á morgun)
Get lofað því að Spánverji skori í þessum leik. Leiknir komast 2-0 yfir en þeir sakna vinstri bakvarðarins frá síðasta tímabili, Vignis Daníels, og hleypa því tveimur mörkum inn í lokin.

KA 0-0 Fram (16:00 á morgun)
Bæði lið eru búin að bæta við sig FH-ingum í varnarlínur sínar og því verður þessi leikur markalaus.

Athugasemdir
banner
banner