Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 06. maí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Fjórir leikir í beinni útsendingu
Eyjamenn byrjuðu Íslandsmótið á 4-0 sigri. Þeir verða í beinni útsendingu gegn Fjölni, sem lagði Val í fyrsta leik, á laugardaginn.
Eyjamenn byrjuðu Íslandsmótið á 4-0 sigri. Þeir verða í beinni útsendingu gegn Fjölni, sem lagði Val í fyrsta leik, á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska boltasumarið er komið á fullt flug og er nóg um að vera um helgina þar sem fjórir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Helgin hefst strax í kvöld þegar HK mætir Keflavík í Inkasso deildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Grindavík tekur á móti Haukum á sama tíma, og þrír leikir fara þá fram í 2. deild karla.

Á laugardaginn er einn leikur á dagskrá í Pepsi-deild karla þegar Fjölnir fær ÍBV í heimsókn á Fjölnisvelli í leik sem verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Þá verður einnig leikið í Inkasso deildinni, 2. deild karla og Borgunarbikar karla.

Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi-deild karla á sunnudaginn þar sem viðureign Víkings R. og Stjörnunnar verður sýnd á Stöð 2 Sport 2 á meðan Fylkir fær Breiðablik í heimsókn á Stöð 2 Sport 3.

Föstudagur:
Inkasso deildin
19:15 Grindavík-Haukar (Grindavíkurvöllur)
19:15 HK-Keflavík (Stöð 2 Sport - Kórinn)

2. deild karla
19:15 KV-Afturelding (KR-völlur)
19:15 Völsungur-Magni (Húsavíkurvöllur)
19:15 ÍR-Grótta (Hertz völlurinn)

Laugardagur:
Pepsi-deild karla
16:00 Fjölnir-ÍBV (Stöð 2 Sport - Fjölnisvöllur)

Inkasso deildin
14:00 Fjarðabyggð-Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Leiknir R.-Þór (Leiknisvöllur)
16:00 KA-Fram (KA-völlur)
16:00 Selfoss-Leiknir F. (JÁVERK-völlurinn)

2. deild karla
14:00 Vestri-KF (Torfnesvöllur)
14:00 Ægir-Sindri (Þorlákshafnarvöllur)
14:00 Höttur-Njarðvík (Fellavöllur)

Borgunarbikar karla
16:15 KFG-KFS (Samsung völlurinn)

Sunnudagur:
Pepsi-deild karla
16:00 Víkingur Ó.-Valur (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Stöð 2 Sport 2 - Víkingsvöllur)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Stöð 2 Sport 3 - Floridana völlurinn)
19:15 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Þróttur R.-KR (Þróttarvöllur)

Borgunarbikar kvenna
14:00 Sindri-Haukar (Sindravellir)
14:00 Völsungur-Einherji (Húsavíkurvöllur)
14:00 Grótta-Tindastóll (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner