Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 06. maí 2016 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Cagliari komið aftur í Serie A
Cagliari er komið aftur í deild þeirra bestu í ítalska boltanum. Hörður Björgvin og félagar í Cesena stefna á umspilssæti þar sem sex félög keppast um síðasta lausa sætið í Serie A.
Cagliari er komið aftur í deild þeirra bestu í ítalska boltanum. Hörður Björgvin og félagar í Cesena stefna á umspilssæti þar sem sex félög keppast um síðasta lausa sætið í Serie A.
Mynd: Getty Images
Bari 0 - 3 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('24)
0-2 Diego Farias ('48)
0-3 Alberto Cerri ('87)

Cagliari er búið að tryggja sæti sitt í Serie A á næsta tímabili eftir öruggan sigur á Bari sem er í umspilssæti.

Cagliari fer því beint upp í efstu deild ásamt Crotone, en Cagliari á tvo leiki eftir af tímabilinu og Crotone þrjá.

Cagliari féll úr A-deildinni á síðasta tímabili ásamt Cesena og Parma, en Parma var dæmt niður í D-deildina og Cesena er í umspilsbaráttu.

Trapani, Pescara og Bari eru svo gott sem örugg með sín umspilssæti. Spezia, Cesena, Entella og Novara berjast um hin þrjú umspilssætin.

Hörður Björgvin Magnússon verður væntanlega í eldlínunni með Cesena þegar liðið heimsækir Ternana á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner