Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 06. maí 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Jóna Kristín ekki með Blikum í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóna Kristín Hauksdóttir verður ekki með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi-deildinni í sumar. Jóna hefur ákveðið að taka sér frí frá fótbolta í sumar.

„Þetta er svona samblanda nokkurra ástæðna en aðal atriðið að vegna þrálátra hnémeiðsla hef ég ákveðið að taka mér pásu frá fótbolta í óákveðinn tíma," sagði Jóna við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er ótrúlega erfið ávörðun enda hef ég ekki misst af mótsleik í heil þrjú ár ár."

„Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ef ég get ekki gefið 100% tima í fótbolta þá finnst mer ég ekki geta boðið liðsfélögunum upp á 70% effort. Ég er algjörlega all inn eða alls ekki."


Jóna er uppalinn Bliki en hún hefur leikið með meistaraflokki félagsins síðan árið 2007.

Jóna var fastamaður á miðjunni í fyrra þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari en hún spilaði alla átján leiki tímabilsins með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner