Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Leikmenn Leicester fá Bensa og partíferð til Vegas
Bensinn sem leikmenn Leicester fá.
Bensinn sem leikmenn Leicester fá.
Mynd: Getty Images
Eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita þá afrekaði Leicester City það að vinna ensku úrvalsdeildina á mánudagskvöldið þegar Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Tottenham.

Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi félagsins, ætlar heldur betur að gera vel við sína menn eftir sigurinn.

Hver einasti leikmaður í leikmannahópnum fær Mercedes Bens rafmagnsbíl sem kostar tæplega sex milljónir króna.

Auk þess fær allur leikmannahópurinn partíferð til Las Vegas þar sem félagið sér um að greiða alla reikninga.

Þá skiptir leikmannahópurinn 6,5 milljón punda bónus á milli sín fyrir að enda í fyrsta sæti deildarinnar. 6,5 milljón pund samsvara rúmlega 1,1 milljarði íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner