De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
   fös 06. maí 2016 22:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Stefán: Spennustigið var mjög hátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að það hafi verið mikill léttir að vinna fyrsta leik sumarsins í kvöld. Grindavík sigruðu Hauka á heimavelli 3-2 eftir að hafa lent undir í byrjun leiks.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Haukar

„Það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri í fyrsta leik á móti frábæru og vel skipulögðu Haukaliði. Maður veit það þegar maður er að mæta Luka og félögum að við erum að fara í slagsmál. Það er mjög mikill léttir að klára þetta."

Haukar komust yfir eins og fyrr segir en Grindvíkingar svöruðu og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir klukkutíma leik.

„Þetta er í raun eina sem þeir ógna okkur þannig séð í fyrri hálfleik. Þeir voru með langa bolta og slagsmál. Við svöruðum vel fyrir okkur og ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við að lenda undir. Það var mikil spenna og spennustigið var mjög hátt. Þess var ég ánægður og með fótboltann sem við spiluðum uppúr því."

„Við komum gríðarlega vel stefndir og fórum vel yfir það sem við ætluðum að gera. Ég hefði viljað fá fleiri mörk á þessum kafla. Svo komast þeir inn í leikinn og þá tekur stressið við. Sem betur fer náðum við að sigla þessu heim," sagði Óli Stefán í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner