Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. maí 2016 12:15
Mate Dalmay
Ráðabrugg 37. umferðar: Uppvakningurinn Eden Hazard
Mynd: Thule
Næst síðasta umferðin fer fram um helgina í fantasy deildinni, mörg lið spila tvisvar
Næst síðasta umferðin fer fram um helgina í fantasy deildinni, mörg lið spila tvisvar
Mynd: Getty Images
Ráðabrugg Thule er fastur liður fyrir hverja umferð í ensku deildinni þar sem talað er af visku og gefin góð ráð til keppenda í Fantasydeild Thule og Fótbolti.net. Þó skal taka sérstaklega fram að Thule tekur enga ábyrgð ef ráðin reynast mönnum illa.

Ráðabrugg 37. umferðar

Furðulegasta tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar fer senn að ljúka. Næstsíðasta umferðin er stór Fantasy-umferð, en 8 lið munu spila tvisvar. Það er hellingur af fýsilegum kostum í þeim liðum, en við skulum skoða nokkra þeirra.

Sunderland eru að heyja harða botnbaráttu við granna sína fyrir norðan, Newcastle, og svo Norwich. Á meðan Newcastle spila við botnsugurnar í Aston Villa eiga Sunderland tvo heimaleiki í vikunni gegn Chelsea og Everton. Sunderland hafa verið í þessari stöðu undanfarin 3 ár og hafa því gríðarlega reynslu af botnbaráttu í lokaleikjum. Tveir leikmenn í Sunderland eru þess virði að eiga í Fantasy-liðinu sínu. Það eru varnarmaðurinn Patrick van Aanholt og sóknarmaðurinn Jermaine Defoe.

Chelsea hafa verið að gera ágætishluti að undanförnu og má þar helst nefna uppvakninginn Eden Hazard. Hann hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér allt mótið en virðist vera að vakna til lífsins. Einn af fáum ljósum punktum í liði Chelsea á tímabilinu hefur verið Willian. Hann er líka vel þess virði að versla í liðið sitt fyrir lokaumferðirnar.

Baráttan um Meistaradeildarsæti er engu síður hörð líkt og baráttan á botninum. Manchester United og West Ham eru bæði að narta í hæla Manchester City sem sitja í fjórða sætinu. Bæði lið eiga tvo leiki í vikunni. Andy Carroll hefur verið að gera geggjaða hluti upp á síðkastið og er funheitur fyrir framan markið. Ráðabruggið þreytist heldur ekki á því að tala um hvað Dimitri Payet er góður í fótbolta.

Það væri heldur ekki galið að næla sér í Manchester United leikmenn á borð við Marcus Rashford, Juan Mata, Wayne Rooney eða jafnvel bara Chris Smalling.

Fyrirliðar umferðarinnar:

1. Andy Carroll
2. Eden Hazard
3. Marcus Rashford

Athugasemdir
banner
banner
banner