banner
   fös 06. maí 2016 10:30
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Liverpool berjast um miða á úrslitin
Stuðningsmenn Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það verður erfitt fyrir stuðningsmenn Liverpool að fá miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Leikurinn fer fram í Basel í Sviss miðvikudaginn 18. maí en Liverpool mætir Sevilla.

Liverpool fær aðeins 10.236 miða á leikinn samkvæmt Liverpool Echo.

Liverpool á 27.000 ársmiðahafa og 32.000 stuðningsmenn liðsins fengu sæti á úrslitaleik deildabikarsins í febrúar.

Af þeim 10.236 miðum sem Liverpool fær á leikinn fer 12% til starfsmanna félagsins, leikmanna, fjölmiðla og styrktaraðila. Þá standa eftir aðeins 9.000 miðar fyrir stuðningsmenn.

St Jakob-Park leikvangurinn í Basel þar sem leikurinn fer fram tekur 35 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner