Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   mán 06. maí 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Hrikalega sáttur með sigurinn. Þetta var erfitt og varð nátturlega miklu erfiðara þegar þú ert einum færri." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. 

„Ég veit ekki hvort það séu búnar fjórar eða fimm mínútur í seinni hálfleik. Þessi völlur er alveg nógu erfitt að koma hingað og sækja sigur 11 á móti 11 og vera einum færri  í svona langan tíma og skapa okkur helling af færum í stöðunni 10 á móti 11, það finnst mér rosalega vel gert hjá þeim." 

Valur missti Adam Ægi Pálsson útaf með rautt snemma í seinni hálfleik og Arnar Grétarsson fékk svo sjálfur rautt í kjölfarið. 

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þar með þennan bolta en svo er það bara þannig að þjálfarar Breiðabliks eru að biðja um gult spjald á hann og eru mjög aggresívir úti á hliðarlínu."

„Fyrir það fyrsta má bara einn standa úti á línu en ekki tveir eða þrír. Þeir voru mjög aggresívir og svo voru einhver orðaskipti og hann svarar þeim eitthvað og fyrir það fær hann gult spjald, fyrir að svara einhverju þegar þeir biðja um gult spjald á hann. Fyrir það fyrsta finnst mér það mjög dapurt hjá þeim og svo að þeir skuli gefa honum gult spjald fyrir það að hann sé eitthvað að svara pínku pons að mér finnst þetta vera komið út í algjöra þvælu." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner