Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 06. maí 2024 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Tindastóll færir næsta heimaleik til Akureyrar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Tindastóls hefur fært næsta heimaleik sinn gegn Fylki á Greifavöllinn á Akureyri.

Fresta þurfti leik Tindastóls og FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna vegna vallaraðstæðna á Sauðárkróksvelli.

Leikurinn fór fram sólarhringi síðar á vellinum þar sem FH hafði 1-0 sigur.

„Völlurinn er slysahætta eins og hann er í dag," sagði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, við Feyki á dögunum en völlurinn fór undir vatn og er gúmmípúðinn undir honum ónýtur.

Tindastóll átti að mæta Fylki á Sauðárkróksvelli á fimmtudag en sá leikur hefur nú verið færður á Greifavöll á Akureyri. Hann hefst klukkan 16:00.

Stólarnir hafa unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 5 0 0 16 - 1 +15 15
2.    Valur 5 5 0 0 17 - 6 +11 15
3.    Þór/KA 5 4 0 1 13 - 5 +8 12
4.    Víkingur R. 5 2 1 2 8 - 12 -4 7
5.    Tindastóll 5 2 0 3 6 - 7 -1 6
6.    Stjarnan 5 2 0 3 9 - 14 -5 6
7.    FH 5 2 0 3 5 - 11 -6 6
8.    Fylkir 5 1 2 2 7 - 10 -3 5
9.    Þróttur R. 5 0 1 4 3 - 7 -4 1
10.    Keflavík 5 0 0 5 5 - 16 -11 0
Athugasemdir
banner
banner
banner