Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Zidane útilokar að taka við Bayern
Mynd: EPA
Franski þjálfarinn Zinedine Zidane hefur útilokað það að taka við Bayern München í framtíðinni.

Bayern München er í dauðaleit að nýjum þjálfara fyrir næstu leiktíð þar sem Thomas Tuchel er að hætta.

Félagið hefur reynt við Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick. Alonso ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen á meðan Nagelsmann framlengdi við þýska landsliðið.

Búist var við því að Rangnick tæki við Bayern en hann sendi frá sér tilkynningu um að hann væri búinn að draga sig úr viðræðum og yrði áfram með austurríska landsliðið.

Zinedine Zidane er nafn sem hefur verið rætt í þýskum fjölmiðlum en Frakkinn hefur útilokað þann möguleika. Hann var spurður hvort hann myndi þjálfa Bayern í framtíðinni en svar hans var stutt og hnitmiðað.

„Nei. Ég mun horfa á leikinn og vonandi mun Real Madrid vinna þann leik,“ sagði Zidane við Sky í Þýskalandi.

Talið er að Zidane sé að bíða eftir því að landsliðsþjálfarastarf Frakka verði laust. Ef það gerist ekki á næstunni kemur Juventus vel til greina, en hann lék með liðinu frá 1996 til 2001.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner