mán 06. júlí 2015 19:52
Daníel Freyr Jónsson
Óskabyrjun kom KA í undanúrslitin
Ævar Ingi skoraði annað mark KA.
Ævar Ingi skoraði annað mark KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 2 - 1 Fjölnir
1-0 Davíð Rúnar Bjarnason ('6)
2-0 Ævar Ingi Jóhannesson ('8)
2-1 Mark Charles Magee ('53)
Lestu nánar um leikinn

KA varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Borgunarbikars karla með 2-1 sigri á Fjölni á heimavelli.

Tvö mörk á fyrstu 10 mínutum leiksins dugðu KA til sigurs í kvöld, en á tveggja mínútna kafla skoruðu þeir Davíð Rúnar Bjarnason og Ævar Ingi Jóhanness sitt markið hvor. Fjölnismenn voru ekki mættir leiks.

Leikurinn þó róaðist eftir þetta og hvorugu liðinu tókst að bæta við marki fyrir hálfleik.

Gestunum tókst svo að minnka muninn á 53. mínútu þegar Gunnar Már Guðmundsson skallaði boltann fyrir fætur Mark Charles Magee sem skoraði með góðu skoti.

KA verður eina liðið úr 1. deild í undanúrslitum, en auk Norðlendinga verða KR, Valur og ÍBV í pottinum þegar dregið verður í hádeginu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner