mán 06. júlí 2015 14:01
Elvar Geir Magnússon
Emil Atlason í Val? - KR hefur fengið fleira en eitt tilboð
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur fengið fleira en eitt tilboð í sóknarmanninn Emil Atlason en þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net.

Samkvæmt okkar heimildum fundaði Emil með Val um liðna helgi og gæti verið á leið á Hlíðarenda. Ekki hefur náðst í Emil sjálfan í dag.

Emil er samningsbundinn KR til haustsins en hann hefur verið á láni hjá SC Preussen Munster í þýsku 3. deildinni. Emil fékk fá tækifæri í Þýskalandi og þýska félagið ákvað að nýta sér ekki forkaupsréttinn á honum.

Breiðablik hefur einnig haft áhuga á að fá Emil en allt bendir til þess að Þorsteinn Már Ragnarsson fari frá KR til Breiðabliks í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner