Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 06. júlí 2015 19:31
Daníel Freyr Jónsson
Enes Unal til Manchester City (Staðfest)
Enes Unal skoraði 181 mark í 108 leikjum með unglingaliði Bursarspor.
Enes Unal skoraði 181 mark í 108 leikjum með unglingaliði Bursarspor.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur keypt hinn bráðefnilega Enes Unal frá tyrkneska félaginu Bursarspor á 2 milljónir punda.

Unal er nýorðinn 18 ára gamall en hefur þrátt fyrir það þegar spilað fyrir tyrkneska landsliðið.

Stórlið eins og Arsenal, Manchester United og Chelse hafa öll verið orðuð Unal að undanförnu. Hann átti einungis eitt ár eftir af samningi sínum og ákvað Bursarspor því að selja leikmanninn.

Unal skoraði fjögur mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð. Hann skoraði hinsvegar ótrúlegt 181 mark í 108 leikjum með unglingaliði félagsins. Þá er hann yngsti markaskorari í sögu tyrknesku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner