Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 06. júlí 2015 10:08
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar í ÍBV (Staðfest)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið til liðs við ÍBV en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

Gunnar var síðast á mála hjá Hacken í Svíþjóð en hann hefur nú samið við ÍBV út árið 2018.

Fréttatilkynning ÍBV:
Knattspyrnuráð karla ÍBV hefur gengið frá samningi við Eyjapeyjann og framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Samningurinn er til loka árs 2018 og mun Gunnar Heiðar verða löglegur með ÍBV frá og með 15. júlí nk.

Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikið ánægjuefni það er fyrir ÍBV að hafa fengið þennan mæta son Eyjanna aftur til liðs við ÍBV.

Gunnar Heiðar er 33 ára og vel þekktur sem einn besti knattspyrnumaður sem Eyjarnar hafa alið af sér. Hann lék í mörg ár hérlendis með Eyjaliðinu og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs. Gunnar Heiðar lék með Eyjaliðinu árin 1999-2004, og tímabilið 2001 var hans fyrsta heila tímabil. Hann varð fljótt alræmdur inni í teig andstæðingana og hefur í 83 leikjum hérlendis í deild og bikar, skorað 39 mörk. Hann varð m.a. markakóngur efstu deildar árið 2004 með 12 mörk í 16 leikjum.

Árið 2004 samdi Gunnar Heiðar við sænska félagið Halmstad þar sem hann lék við góðan orðstír og varð m.a. markakóngur deildarinnar. Eftir veruna hjá Halmstad hefur Gunnar leikið með þýska liðinu Hannover, norsku liðunum Valerenga og Fredrikstad, danska liðinu Esbjerg, enska liðinu Reading, sænska liðinu Norrköping, tyrkneska liðinu Konyaspor og loks síðast á mála hjá sænska liðinu Hacken.

Gunnar Heiðar á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 24 A-landsleiki, og skorað 5 mörk í þeim. Auk þess 7 leiki með U21-landsliðinu, 5 leiki með U17 landsliðinu og 1 mark og 3 leiki með U15 landsliðinu.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur stórt Eyjahjarta, og hefur mikinn metnað fyrir því að ÍBV byggi upp öflugt lið. Nú mun Gunnar Heiðar verða hluti af þeim hópi leikmanna, þjálfara og knattspyrnuráðsmanna sem munu sameiginlega í góðu samstarfi efla ÍBV og búa til öflugt lið.

Knattspyrnuráð ÍBV býður Gunnar Heiðar velkominn á ný til liðs við ÍBV og alla fjölskylduna velkomna heim á Eyjuna fögru.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner