Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. júlí 2015 19:35
Elvar Geir Magnússon
Hannes gerði tveggja ára samning við NEC (Staðfest)
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur gert samning við NEC Nijmegen sem gildir til tveggja ára. Þetta er staðfest á heimasíðu hollenska félagsins.

NEC tryggði sér sæti í hollensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á síðasta tímabili.

Hannes er 31 árs, er uppalinn hjá Leikni en lék með KR áður en hann hélt til Sandnes Ulf í atvinnumennskuna. Norska félagið tók tilboði frá NEC um helgina.

Hannes hefur leikið lykilhlutverk með íslenska landsliðinu og verið frábær í undankeppni EM þar sem Ísland er í lykilstöðu.

Hann lék sinn síðasta leik fyrir Sandnes Ulf í kvöld og hélt hreinu þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Hönefoss. Sandnes er í öðru sæti norsku B-deildarinnar og í harðri baráttu um að endurheimta sæti í efstu deild.

Ingvar Jónsson gæti fyllt skarð Hannesar hjá Sandnes eins og við greindum frá í dag.

Hjá NEC er fyrir annar Íslendingur, FH-ingurinn Kristján Gauti Emilsson.
Athugasemdir
banner
banner