Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. júlí 2015 19:00
Daníel Freyr Jónsson
Koeman: Ekkert heyrt frá United í tvær vikur
Koeman vill meira en 20 milljónir fyrir Schneiderlin.
Koeman vill meira en 20 milljónir fyrir Schneiderlin.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton, staðfesti í dag að félaginu hefði borist tilboð frá Manchester United í franska landsliðsmanninn Morgan Schneiderlin.

Talið er að tilboð United hafi numið 20 milljónum punda, en Koeman segir það alls ekki nógu hátt fyrir miðjumanninn.

Koeman segir það eina tilboðið sem borist hefur í leikmaninn en að hann myndi skilja Schneiderlin ef hann myndi ákveða að ganga í raðir stórliðs.

Okkur barst tilboð frá Manchester United fyrir tveimur vikum. Það vær ekki nógu gott og ekki alvarlegt. Engin tilboð hafa borist eftir það," staðfesti Koeman.

Allir vita í hvaða stöðu hann er. Ég skil það vel. Ef að hann getur farið í stórt félag þá myndi ég skilja það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner