Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. júlí 2015 21:15
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-kvenna: Valur lagði Þrótt á útivelli
Elín Metta skoraði.
Elín Metta skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 2 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('9)
0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('90)

Valur vann 2-0 sigur á Þrótti í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna sem fram fór á Valbjarnarvelli.

Elín Metta Jensen skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu þegar hún fylgdi á eftir skoti Katiu Maanane sem var varið og kom boltanum í netið.

Kristín Ýr Bjarnadóttir bætti svo við öðru marki í blálokin eftir slæm mistök í vörn Þróttara og tryggði Val um leið sinn annan sigur í röð.

Valur fór upp fyrir ÍBV með sigrinum og situr núna í fjórða sæti með 15 stig. Lítið bendir hinsvegar til að Þróttur eigi heima í efstu deild þar sem liðið hefur einungis skorað eitt mark og fengið tvö stig í átta leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner