mán 06. júlí 2015 07:30
Björgvin Stefán Pétursson
Suður-Ameríku bikarinn - Úrvalslið mótsins
Lið mótsins
Lið mótsins
Mynd: Copa America
Í fyrradag sigraði lið Síle lið Argentínu í vítaspyrnukeppni og urður þar með Suður-Ameríku meistarar.

Í gær var svo tilkynnt um úrvalslið mótsins. Lið Síle er með flesta leikmenn eða fimm talsins.
Argentína er með þrjá leikmenn í þessu liði.

Perú er með tvo leikmenn í liðinu og Ekvador er með einn leikmann.

Barcelona á þrjá leikmenn í liðinu. Það eru Messi, Bravo og Mascherano.

Nicolas Otamendi sem að hefur verið sterklega orðaður við Manchester United er einnig í liðinu.

Athygli vekur að ekki er pláss fyrir Alexis Sanchez í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner