Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. júlí 2015 23:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mirror 
Turan má ekki spila og gæti verið skilað
Ardan Turan kostaði Barcelona 41 milljón evra.
Ardan Turan kostaði Barcelona 41 milljón evra.
Mynd: Getty Images
Barcelona staðfesti í kvöld kaup félagsins á tyrkneska landsliðsmanninum Ardan Turan og hefur hann skrifað undir samning hjá félaginu.

Turan kemur til félagsins frá Atletico Madrid á 41 milljón evra, en þar var hann lykilleikmaður í sterku liði Diego Simeone.

Barcelona kom þó fyrir afar sérstakri klásúlu í kaupunum sem færir þeim rétt á að selja Turan aftur til Atletico fyrir sömu upphæð á næstu tveimur vikum, eða til 20. júlí.

Ástæða þess er sú að þann 18. júlí verður efnt til forsetakosninga hjá félaginu. Sá sem sigrar þær kosningar getur því ákveðið að hætta við kaupin.

Þess má geta að Turan mun að minnsta kosti ekki spila fótboltaleik í búningi Barcelona fyrr en eftir áramót vegna félagaskiptabanns sem sett var á félagið.
Athugasemdir
banner
banner