þri 06. ágúst 2013 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Anzhi rekinn eftir 16 daga í starfi - Hópurinn á sölulista
Mynd: Getty Images
Það er allt að verða vitlaust í Rússlandi þessa stundina, en Rene Meulensteen hefur verið sagt upp störfum hjá Anzhi Makhachkala eftir einungis 16 daga. Þá hefur allur leikmannahópur liðsins verið settur á sölulista. Þetta kemur fram á Sport Express Russia í kvöld.

Meulensteen tók við Anzhi fyrir sextán dögum síðan eins og áður segir, en hann hefur stýrt liðinu í einungis tveimur leikjum. Hollenski þjálfarinn tók við af landa sínum Guus Hiddink, en Anzhi hefur ekki tekist að vinna leik í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

Suleiman Kerimov, eigandi Anzhi, hefur því ákveðið að bregðast við á heldur truflaðan hátt, en hann hefur ákveðið að setja allan leikmannahóp liðsins á sölulista og treysta á það að byggja upp yngri leikmenn.

Keirimov telur að leikmenn liðsins rífist of mikið og því þarf að bregðast við því. Haji Hajiyev verður kynntur sem nýr þjálfari félagsins á morgun, en rússneskir miðlar greindu frá þessari dramatík í kvöld.

Það verður áhugavert að sjá nýjan leikmannahóp Anzhi í framtíðinni, en það er nóg til á þeim bænum og ljóst er að nýjir leikmenn eru á leið til félagsins. Margir áhugaverðir bitar ættu því að vera á markaðnum fyrir önnur lið, en leikmenn á borð við Samuel Eto'o, Willian, Lacina Traore og Christopher Samba spila fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner