Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2015 16:54
Elvar Geir Magnússon
Arnar og Glenn fengu lengra bann
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, byrjar næsta tímabil í tveggja leikja banni en aganefnd KSÍ opinberaði þann úrskurð í dag.

Arnar fékk brottvísun í leiknum gegn Fjölni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar en hann var ekki sáttur við dómara leiksins og var í kjölfarið vísað upp í stúku. Sjálfkrafa á hann að fara í eins leiks bann en hegðun Arnars var með þeim hætti að aganefndin bætti við leik.

Brottvísun Arnars kom í kjölfar þess að sóknarmaðurinn Jonathan Glenn fékk rautt spjald fyrir að slá til mótherja. Glenn fékk einnig aukaleik í bann og byrjar því næsta tímabil í tveggja leikja banni þó óvíst er hvar hann muni spila en samningur hans við Breiðablik hefur runnið út.

Ekki er gefin skýring á þessum aukaleikjum á heimasíðu KSÍ.

Stjörnumaðurinn Pablo Punyed mun byrja næsta tímabil í eins leiks banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner