Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FOX | FOX 
Aron Jó missir af úrslitaleik vegna meiðsla
Bandaríska landsliðið endaði óvænt í fjórða sæti Gullbikarsins fyrr í ár, eftir tapleiki gegn Jamaíka og Panama.
Bandaríska landsliðið endaði óvænt í fjórða sæti Gullbikarsins fyrr í ár, eftir tapleiki gegn Jamaíka og Panama.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson og John Brooks, sem spila fyrir Werder Bremen og Hertha Berlin í þýsku deildinni, eru ekki í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Mexíkó í úrslitaleik CONCACAF bikarsins.

Leikmennirnir eru báðir meiddir og hafa misst af nokkrum leikjum í röð fyrir félögin sín.

Jozy Altidore og Clint Dempsey eru helstu stjörnur Bandaríkjamanna og eru fjórir leikmenn í hópnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Giovani dos Santos er ekki í leikmannahóp Mexíkó vegna meiðsla og þá er fyrirliðinn Andres Guardado tæpur en samt í hópnum. Guardado gerði sex mörk er Mexíkó vann norður-ameríska Gullbikarinn fyrr í ár.

Leikurinn verður spilaður á sunnudaginn og er umspilsleikur um hvort landsliðið fær þátttökurétt í Álfukeppninni sem verður haldin í Rússlandi árið 2017.

Bandaríkin
Markverðir: Brad Guzan (Aston Villa), Tim Howard (Everton), Nick Rimando (Real Salt Lake)
Varnarmenn: Ventura Alvarado (Club América), DaMarcus Beasley (Houston Dynamo), Matt Besler (Sporting Kansas City), Geoff Cameron (Stoke City), Brad Evans (Seattle Sounders), Fabian Johnson (Borussia Mönchengladbach), Michael Orozco (Club Tijuana), Tim Ream (Fulham), Jonathan Spector (Birmingham City)
Miðjumenn: Kyle Beckerman (Real Salt Lake), Alejandro Bedoya (Nantes), Michael Bradley (Toronto FC), Jermaine Jones (New England Revolution), Danny Williams (Reading), DeAndre Yedlin (Sunderland), Graham Zusi (Sporting Kansas City)
Sóknarmenn: Jozy Altidore (Toronto FC), Clint Dempsey (Seattle Sounders), Chris Wondolowski (San Jose Earthquakes), Gyasi Zardes (LA Galaxy)

Mexíkó
Markverðir: Moises Munoz (America), Jonathan Orozco (Monterrey), Alfredo Talavera (Toluca)
Varnarmenn: Paul Aguilar (America), Hector Herrera (Porto), Miguel Layun (Porto), Rafael Marquez (Hellas Verona), Hector Moreno (PSV Eindhoven), Diego Reyes (Real Sociedad), Arturo Rivas (Tigres), Jorge Torres Nilo (Tigres)
Miðjumenn: Javier Aquino (Tigres), Jonathan Dos Santos (Villarreal), Andres Guardado (PSV Eindhoven), Israel Jimenez (Tigres), Jose Juan Vazquez (Leon)
Sóknarmenn: Jesus Corona (Porto), Giovani Dos Santos (Los Angeles), Carlos Esquivel (Toluca), Javier Hernandez (Bayer Leverkusen), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Carlos Vela (Real Sociedad)
Athugasemdir
banner
banner