þri 06. október 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Bale besti leikmaður Wales í fimmta sinn á sex árum
Wales er á toppi B-riðils undankeppninnar. Belgía er í öðru sæti og Ísrael í því þriðja og getur Wales tryggt sæti sitt á EM með sigri í næsta leik á útivelli gegn Bosníu.
Wales er á toppi B-riðils undankeppninnar. Belgía er í öðru sæti og Ísrael í því þriðja og getur Wales tryggt sæti sitt á EM með sigri í næsta leik á útivelli gegn Bosníu.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale var í kvöld nefndur besti leikmaður ársins af velska knattspyrnusambandinu.

Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem leikmaðurinn hlýtur nafnbótina, en miðjumaðurinn Joe Allen var valinn bestur árið 2012.

Bale átti ekkert sérstaklega gott tímabil með Real Madrid en leiddi velska landsliðið til sigurs trekk í trekk í undankeppni EM 2016.

Bale skoraði sigurmörkin í leikjum gegn Belgíu og Kýpur og var valinn leikmaður ársins bæði af öðrum leikmönnum og stuðningsmönnum.

Tommy O'Sullivan, samherji Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, var valinn besti ungi leikmaður ársins.
Athugasemdir
banner
banner