Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 10:13
Magnús Már Einarsson
Bjarni Jó um ÍBV: Kitlar að koma til baka
Bjarni stýrði síðast KA.
Bjarni stýrði síðast KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta skýrist vonandi fyrir vikulok, hvort þetta verði af eða á en þetta eru bara fyrstu þreifingar," segir Bjarni Jóhannsson við Fótbolta.net í dag en hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem hann er í viðræðum við ÍBV.

Eyjamenn eru í þjálfaraleit og Bjarni er í viðræðum við félagið um að taka við. Bjarni þekkir vel til í Eyjum eftir að hafa þjálfað ÍBV frá 1997 til 1999.

„Þetta kom frekar snöggt upp. Þeir hringdu í gærmorgun og við ákváðum að kanna hvernig landið lægi. Við erum að fara yfir málin og það kitlar að koma til baka, það er ekki spurning," sagði Bjarni.

„Það er verið að þreifa á mönnum og svo kemur þetta í ljós. Það þarf ýmislegt að ganga upp til að ég fari. Ég er í starfi í bænum í Borgarholtsskóla og þarf að finna út úr því."

Bjarni varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og árið 1999 endaði liðið í 2. sæti deildarinar. „Það verður erfitt að matcha lélegasta árangurinn þá, það var 2. sæti," sagði Bjarni léttur í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner