Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coleman: Þorir enginn að spila æfingaleik við Wales
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, segir stóru landsliðin ekki þora að spila vináttuleiki við sig þrátt fyrir að Walesverjar séu í áttunda sæti FIFA-listans.

Wales er enn ósigrað í undankeppni EM 2016 og þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur umferðunum til að tryggja sæti sitt í Frakklandi næsta sumar.

„Það eru nokkur landslið búin að hafna að spila æfingaleiki við okkur, meðal annars Ítalía," sagði Coleman.

„Við vildum spila við Spán eða Þýskaland til að sjá hvar við stæðum en þau hafa ekki sýnt okkur neinn áhuga.

„Það er leiðinlegt að sjá stóru landsliðin spila hvert við annað í æfingaleikjum. Við fengum Holland í sumar og við viljum spila við þessi stóru landslið.

„Við erum hættulegir andstæðingar og kannski eru stóru strákarnir hræddir við okkur fyrst þeir þora ekki að taka leik.

„Við verðum að fá góða landsleiki í vor fyrir Evrópumótið. Við erum nálægt því að festa niður leik gegn Argentínu."

Athugasemdir
banner
banner