Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH hafa fengið leyfi til að ræða við Bergsvein Ólafsson, fyrirliða Fjölnis.

Bergsveinn er að verða samningslaus en önnur félög mega ekki hefja viðræður við hann fyrr en 16. október.

FH hefur hins vegar fengið leyfi hjá Fjölni til að ræða við varnarmanninn öfluga.

„FH hef­ur fengið leyfi til að ræða við mig og er eina fé­lagið sem hef­ur fengið leyfi til þess, að því er ég best veit. Að sjálf­sögðu er það spenn­andi en ég er al­veg ró­leg­ur og ætla ekki að ákveða neitt í flýti,“ sagði Berg­sveinn við Morgunblaðið í dag.

Pétur Viðarsson er á förum frá FH og óvíst er með framtíð Kassim Doumbia sem er samningslaus. Félagið er því í leit að nýjum miðverði.

Bergsveinn er eftirsóttur en KR er á meðal félaga sem hefur líka áhuga á honum eins og komið hefur fram í slúðurpökkunum á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner