Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. október 2015 17:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Haukur Ingi mun ekki starfa í fótboltanum næsta sumar
Haukur Ingi og Jóhann Birnir.
Haukur Ingi og Jóhann Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bú­inn að taka að mér annað spenn­andi og viðamikið verk­efni, ótengt fót­bolta, sem ég gat ekki sagt nei við á þess­um tíma­punkti," segir Haukur Ingi Guðnason í samtali við mbl.is.

Haukur útilokar það að halda áfram við þjálfun Keflavíkur en hann og Jóhann Birnir Guðmundsson tóku við liðinu í sumar af Kristjáni Guðmundssyni þegar hann var rekinn. Hauki og Jóhanni mistókst að rétta skútuna við og fall varð niðurstaðan.

„Það hefði vissu­lega verið krefj­andi og skemmti­legt að halda áfram með liðið ásamt Jó­hanni og fá heilt und­ir­bún­ings­tíma­bil til þess að móta okk­ar eigið lið og vinna með þá þætti sem við höfðum ekki tæki­færi í sum­ar til að taka föst­um tök­um," segir Haukur við mbl.is.

Talið er líklegast að Þorvaldur Örlygsson verði næsti þjálfari Keflavíkur eins og við greindum frá fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner