Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. október 2015 14:45
Elvar Geir Magnússon
HK hefur haft samband við Brynjar Gests
Brynjar Þór Gestsson.
Brynjar Þór Gestsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Brynjar Þór Gestsson, fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar, ætlar að klára sín mál fyrir helgi en HK hefur haft samband við hann.

„Ég hef heyrt í þeim en hef ekki sest niður með þeim og fundað. Þeir eru örugglega með einhver fleiri nöfn á blaði hjá sér, segir Brynjar sem hefur náð mjög góðum árangri sem þjálfari. Hann kom Fjarðabyggð upp í 1. deildina fyrir síðasta tímabil og hafnaði liðið í sjöunda sæti deildarinnar í sumar. Brynjar hætti eftir tímabilið.

Fleiri félög en HK hafa áhuga á Brynjar.

„Ég stefni klárlega á að vera búinn að klára mín mál fyrir helgina, helst á morgun eða hinn. Það er annað mjög áhugavert í boði sem ég get ekki sagt þér frá."

Brynjar var orðaður við HK í slúðurpakka Fótbolta.net í gær en Kópavogsliðið hafnaði í áttunda sæti með jafnmörg stig og Fjarðabyggð í 1. deildinni í sumar. Þorvaldur Örlygsson lét af störfum sem þjálfari HK að tímabilinu loknu.
Athugasemdir
banner
banner
banner