Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2015 18:00
Elvar Geir Magnússon
HM goðsagna í Mexíkó 2017
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Áætlað er að halda sérstakt heimsmeistaramót sem skipað verður gömlum goðsögnum úr boltanum. Mótið á að fara fram í Mexíkó 2017 samkvæmt frétt ESPN.

Á þessu stigi er talið að keppnin muni opinberlega kallast „The Legends World Cup" og samhliða henni verður peningum safnað til góðgerðarmála.

Reiknað er með að 12 lönd muni taka þátt í mótinu, þar á meðal sex frá Evrópu. Það eru Holland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Frakkland og Englands. Auk þess verða Mexíkó, Bandaríkin, Brasilía, Argentína, Suður-Afríka og Japan með.

Allir leikmenn verða á aldrinum 34-45 ára en reiknað er með að Zinedine Zidane (43) og Michael Ballack (39) verði meðal leikmanna. Hver leikur verður 60 mínútur og skiptingar frjálsar.

Frekari upplýsingar um mótið munu verða gefnar út í janúar.
Athugasemdir
banner
banner