Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. október 2015 14:39
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Karl líklega áfram með Fylki
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson verður líklega áfram í herbúðum Fylkis næsta sumar.

Hinn 35 ára gamli Jóhannes Karl kom til Fylkis frá Fram fyrir ári síðan og skrifaði þá undir árs samning.

Jóhannes Karl reiknar með að ræða við Fylkismenn um framlengingu á þeim samningi á næstu dögum.

„Það er verið að skoða málin. Mér sýnist vera miklar líkur á að ég verði áfram. Það er vilji hjá báðum aðilum að fara í samningaviðræður," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net í dag.

Jóhannes Karl skoraði tvö mörk í sextán leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

„Ég er í fínu standi. Ég er laus við meiðsli fyrir utan eitthvað smávægilegt og er mjög spenntur fyrir því að taka annað tímabil með Fylki ef það verður niðurstaðan."

Jóhannes Karl lék sem atvinnumaður erlendis um árabil en þar spilaði hann meðal annars með Real Betis, Aston Villa, Wolves, Leicester, Burnley og Huddersfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner