Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2015 21:05
Alexander Freyr Tamimi
Keane: Væri enn hjá Sunderland ef þeir hefðu látið mig í friði
Roy Keane er ekki hræddur við að segja hvað sér finnst.
Roy Keane er ekki hræddur við að segja hvað sér finnst.
Mynd: Getty Images
Hinn grjótharði Roy Keane var ekki lengi að láta stjórnendur Sunderland heyra það eftir að knattspyrnustjórinn Dick Advocaat sagði starfi sínu lausu um helgina.

Hollendingurinn ákvað að yfirgefa félagið eftir 2-2 jafntefli gegn West Ham, en Sunderland er enn án sigurs eftir átta fyrstu deildarleiki sína.

Keane, sem er í dag aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, notaði tækifærið til að koma sinni skoðun á framfæri og sagði:

„Svona er Sunderland, er það ekki? Æðislegt félag, en þó ég geti ekki tjáð mig um það hvers vegna ýmsir stjórar hafa farið eða verið reknir, þá þarf fólkið á bakvið félagið að líta í eigin barm."

„Ef þau hefðu látið mig í friði, þá væri ég örugglega þar ennþá og þyrfti ekki að spjalla við ykkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner