Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 20:05
Alexander Freyr Tamimi
Klopp vill ekki tjá sig: Ég er að fara heim
Klopp er þögull sem gröfin.
Klopp er þögull sem gröfin.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, fyrrum þjálfari Borussia Dortmund, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool eftir að Brendan Rodgers var rekinn um helgina.

Þjóðverjinn gerði Dortmund tvisvar að þýskum meisturum og kom liðinu auk þess í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann ákvað hins vegar að segja af sér að loknu síðasta tímabili þar sem hann virtist vera kominn á hálfgerða endastöð með liðið eftir magnaða viðreisn.

Erlendir fjölmiðlar halda því fram að viðræður á milli Klopp og Liverpool séu í fullu fjöri og að þær gangi vel. Félagi hefur hins vegar ekkert tjáð sig um málið og Klopp ekki heldur.

Blaðamaður hjá þýska dagblaðinu Bild nappaði Klopp í örstutta stund í dag og sagði þjálfarinn ekkert sem gaf í skyn að hann væri á leiðinni á Anfield.

„Það er ekkert til að tala um. Ég er að fara heim," sagði Klopp við Bild.

Athugasemdir
banner
banner