Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Martial: Vonandi get ég orðið jafn góður og Henry
Martial er búinn að gera þrjú mörk í fyrstu fjórum deildarleikjunum.
Martial er búinn að gera þrjú mörk í fyrstu fjórum deildarleikjunum.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial, nítján ára sóknarmaður Manchester United, segist vera upp með sér þegar honum er líkt við samlanda sinn og goðsögnina Thierry Henry sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal.

Anthony er reglulega borinn saman við Henry enda eru leikmennirnir mjög svipaðir, en Anthony segist ekki vera nálægt þeim gæðaflokki sem Henry var í sem leikmaður Arsenal.

„Thierry Henry? Hann er goðsögn á Englandi. Vonandi get ég orðið jafn góður og hann með því að leggja mikið á mig á æfingum, en eins og staðan er núna þá er ég langt frá hans gæðaflokki," sagði Martial.

„Ég valdi Manchester United vegna þess að mér finnst félagið vera eitt af fimm stærstu félögum heims. Það skipti öllu máli að fá að spila í Meistaradeildinni, svo vissi ég að Louis van Gaal vildi fá mig og það hjálpaði mér að taka ákvörðun.

„Það var mjög mikilvægt að vita að stjórinn myndi treysta mér. Ég vissi að ég fengi tækifæri hjá Rauðu djöflunum, þetta snýst bara um að grípa gæsina meðan hún gefst."

Athugasemdir
banner
banner
banner