Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 19:31
Alexander Freyr Tamimi
Rummenigge vill að United láti sig í friði
Rummenigge er orðinn þreyttur á áreiti frá United.
Rummenigge er orðinn þreyttur á áreiti frá United.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, er orðinn hundleiður á því að fá tölvupósta frá Manchester United í sambandi við sóknarmanninn Thomas Muller.

Þýski landsliðsmaðurinn hefur átt stórkostlegt tímabil til þessa og er búinn að skora átta mörk í Bundesligunni. Hann var hins vegar sterklega orðaður við United síðasta sumar áður en ljóst var að hann yrði um kyrrt hjá Bayern.

Miðað við Rummenigge neitar United þó að gefast upp á að reyna að fá Muller og nú er Rummenigge kominn með nóg.

„Ég er ekki bankastarfsmaður. Við erum knattspyrnufélag. Þess vegna íhugðum við aldrei nokkurn tíma að selja Thomas Muller," sagði Rummenigge við þýsku sjónvarpsstöðina Sport1.

„Ég sagði við kollega mína hjá Manchester United að ég gæti ekki eytt tölvupóstfanginu mínu, en að þeir mættu gjarna hætta að senda mér pósta. Það er gagnslaust."

Rummenigge hafði sagt við fjölmiðla í sumar að sumir leikmenn hefðu engan verðmiða, þeir væru einfaldlega óseljanlegir. Thomas Muller væri einn þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner