Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. október 2015 17:16
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Hólmfríðar og Þórunnar hættir óvænt
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tom Nordlie er óvænt hættur sem þjálfari Avaldsnes í úrvalsdeild kvenna í Noregi.

Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir spila með Avaldsnes.

Avaldsnes er komið í bikarúrslit gegn Lilleström og liðið er í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar fjórar umferðir eru eftir og í góðri stöðu til að ná Meistaradeildarsæti.

„Tom Nordlie og félagið eru leið yfir því að þurfa að slíta samningum þegar við höfum tryggt sæti í bikarúrslitum og erum í góðri stöðu í baráttu um sæti í Meistaradeildinni, fjórum stigum á undan næsta liði," sagði í yfirlýsingu frá Avaldsnes í dag.

„Að því sögðu þá eru stundum hlutir í lífinu sem eru mikilvægari en fótbolti," sagði einnig í yfirlýsingunni en ekki hefur fengist nánar uppgefið af hverju Nordlie hættir.
Athugasemdir
banner
banner