Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. desember 2017 10:02
Magnús Már Einarsson
Aguero: Ísland er ekki slakt lið
Sergio Aguero mætir Íslandi næsta sumar.
Sergio Aguero mætir Íslandi næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, framherji argentínska landsliðsins og Manchester City, hefur tjáð sig stuttlega um verðandi andstæðinga Argentínu á HM næsta sumar.

„Ísland er að taka þátt í fyrsta skipti en þetta er ekki slakt lið," sagði Aguero við fjölmiðla í Argentínu.

„Íslendingar eru mjög skipulagðir og þeir hafa (Gylfa) Sigurðsson sem lykilmann."

Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik og Króatíu í öðrum leik.

„Þetta eru fyrstu tveir leikirnir og þeir eru mikilvægastir. Þetta verður ekki auðvelt."

„Króatía er með öfluga miðju með Modric og Rakitic og á kantinum er Perisic mjög fljótur. Króatía er heilsteypt lið."

Athugasemdir
banner
banner