Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. desember 2017 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Song ósáttur hjá Rubin Kazan - Fær ekki greidd laun
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Alex Song er tilbúinn að yfirgefa Rubin Kazan þar sem hann hefur ekki fengið greidd laun frá félaginu í fjóra mánuði núna. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Samkæmt Sky Sports vilja félög í Englandi og annars staðar í Evrópu fá Song í sínar raðir. Song þekkir vel til á Englandi eftir að hafa spilað með Arsenal og síðar West Ham.

Song gekk í raðir Rubin í ágúst á síðasta ári eftir að samningur hans við Barcelona rann út.

Hinn þrítugi Song hefur skorað eitt mark í 22 leikjum fyrir félagið.

Rubin Kazan hefur verið að spila illa í rússnesku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 12. sæti með aðeins fimm sigurleiki á bakinu í 19 leikjum hingað til. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá Rubin Kazan en hann er í láni hjá félaginu frá Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner