Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 09:16
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi sagður á leið til Malmö
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason er á leið til Malmö samkvæmt frétt Expressen í Svíþjóð í dag.

Arnór Ingvi er í láni hjá AEK Aþenu frá Rapid Vín. Samkvæmt fréttinni hefur Malmö náð samkomulagi við Arnór en félagið er nú að ræða við Rapid Vín um kaup á leikmanninum.

„Ég get ekki sagt mikið. Þú verður að ræða við umboðsmann minn," sagði Arnór við Expressen.

Arnór Ingvi hefur ekki verið að spila með AEK í Grikklandi og hann þarf að færa sig um set ef hann ætlar með á HM í Rússlandi næsta sumar.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt," sagði Arnór við Fótbolta.net á dögunum.

Hinn 24 ára gamli Arnór sló í gegn í sænsku úrvalsdeildinni árið 2015 þegar hann varð meistari með Norrköping en nokkrum mánuðum síðar keypti Rapid Vín hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner