mið 06. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bertha María í Fjölni (Staðfest)
Bertha María.
Bertha María.
Mynd: Fjölnir - Twitter
Fjölnir heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í 1. deild kvenna næsta sumar.

Í gær samdi félagið við Berthu María Ólafsdóttur.

Bertha María er fædd árið 1999 og kemur til Fjölnis úr Kópavoginum en hún er uppalin í Breiðablik.

Bertha er miðjumaður en getur einnig leyst fleiri stöður. Hún hefur spilað 42 KSÍ leiki hingað til og skorað í þeim 2 mörk.

Á dögunum samdi Fjölnir við þrjá aðra leikmenn; Elísu Pálsdóttur, Helgu Franklínsdóttur og Eddu Maríu Birgisdóttur. Þær skrifuðu allar undir samninga í Grafarvoginum til 2019.

Fjönir vann sér sæti i 1. deild kvenna í haust en liðið endaði í 2. sæti í 2. deildinni. Gunnar Már Guðmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir tímabilið og tók við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Páll Árnason og Rúna Sif Stefánsdóttir munu stýra liðinu í 1. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner