banner
   mið 06. desember 2017 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Gómsæt sóknarlína Liverpool
Foden og Adarabioyo hent út í djúpu laugina
Salah og Firmino byrja báðir.
Salah og Firmino byrja báðir.
Mynd: Getty Images
Foden er hent út í djúpu laugina.
Foden er hent út í djúpu laugina.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld. Síðasta umferðin í riðlum E-H fer fram með prompi og prakt.

Liverpool þarf stig úr heimaleik sínum gegn Spartak Moskvu til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitum. Sigur í leiknum færir Liverpool efsta sæti riðilsins. Það þýðir að Liverpool fær "auðveldari" viðureign þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.

Jurgen Klopp gerir fimm breytingar frá sigrinum gegn Brighton um helgina, liðið er þó alls ekki veikara! Philippe Countino, Sadio Mane, Mohamed Salah og byrja allir saman.

Athygli vekur að Jordan Henderson er á bekknum.

Manchester City er komið áfram úr sínum riðli og hefur unnið hann. Napoli og Shakhtar Donetsk berjast um annað sætið. Napoli þarf að vinna sinn leik og treysta á City í kvöld.

Phil Foden, gríðarlega efnilegur piltur, byrjar hjá City í kvöld. Tosin Adarabioyo, tvítugur varnarmaður, byrjar líka.

Byrjunarlið Liverpol gegn Spartak Moskvu: Karius, Gomez, Lovren, Klavan, Moreno, Can, Wijnaldum, Coutinho, Salah, Mane, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Alexander-Arnold, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Solanke, Sturridge)

Byrjunarlið Manchester City gegn Shakhtar Donetsk: Ederson, Mangala, Adarabioyo, Danilo, Toure, Gundogan, Fernandinho, Sane, Foden, Bernardo, Jesus.
(Varamenn: Bravo, Walker, Sterling, Aguero, Otamendi, Duhaney, Diaz)

Það er svo allt klárt í H-riðlinum. Tottenham vinnur hann, Real Madrid verður í öðru sæti og Dortmund fer í Evrópudeildina. Real Madrid og Dortmund mætast í kvöld.

Tottenham hvílir marga lykilmenn eins og sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið Tottenham gegn APOEL: Vorm, Aurier, Sanchez, Foyth, Rose, Winks, Sissoko, Dele, Nkoudou, Son, Llorente.
(Varamenn: Gazzanigga, Davies, Vertonghen, Walker-Peters, Amos, Dembele, Sterling)

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Theo Hernandez, Nacho, Ramos, Varane, Casemiro, Kovacic, Isco, Mayoral, Vasquez, Ronaldo.

Byrjunarlið Dortmund: Bürki, Schmelzer, Bartra, Sokratis, Guerreiro, Subotic, Sahin, Dahoud, Aubameyang, Kagawa, Pulisic.




E-riðill:
19:45 Maribor - Sevilla
19:45 Liverpool - Spartak Moskva (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill:
19:45 Feyenoord - Napoli
19:45 Shakhtar Donetsk - Manchester City (Stöð 2 Sport 4)

G-riðill:
19:45 RB Leipzig - Besiktas
19:45 Porto - Mónakó

H-riðill:
19:45 Real Madrid - Dortmund (Stöð 2 Sport 5)
19:45 Tottenham - APOEL (Stöð 2 Sport 3)






Athugasemdir
banner
banner
banner