Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crouch: Vonandi hef ég sannað mig
Mynd: Getty Images
Gamli refurinn, Peter Crouch, vonast til þess að fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu hjá Stoke.

Crouch hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann var verðlaunaður fyrir það með nýjum samningi í síðustu viku.

Crouch hefur fengið að byrja undanfarna leiki og hann heldur í vonina um að byrja fleiri leiki.

„Mér hefur alltaf liðið eins og ég geti byrjað fleiri leiki og vonandi hef ég sannað það," sagði hinn 36 ára gamli Crouch.

„Það væri gaman að komast á skrið og fá að byrja nokkra leiki í röð. Það er það sem ég vil. Vonandi hef ég sannað mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner