banner
mið 06.des 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gabriel Jesus var vanur að sprengja upp póstkassa á jólunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabriel Jesus hefur verið magnaður frá því hann gekk í raðir Manchester City í janúar á síðasta ári. Jesus kemur frá Brasilíu, en lífið þar var öðruvísi en á Englandi.

Jesus, sem hefur skorað 10 mörk á tímabilinu, var vanur að eyða jóladeginum í Brasilíu í að sprengja upp póstkassa í nágrenninu.

„Stundum keyptum við ný föt og skó fyrir jólin og klukkan 5 opnuðum við pakkana og klæddum okkur í nýju fötin," sagði Jesus þegar hann ræddi við tímaritið GOAL!

„Síðan fórum við vinirnir út á göturnar og sprengdum upp póstkassa hjá öðru fólki með flugeldum. Við vorum vanir að skjóta flugeldum út um allt," sagði þessi spræki framherji enn fremur.

Það er spurning hvort Jesus hafi verið með vinum Mario Balotelli, en Balotelli komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum þegar hann fékk þá snilldar hugmynd að skjóta flugeldum út um baðherbergisgluggann á húsinu sem hann var að leigja.

Jesus getur ekki valdið usla þessi jólin þar sem það verður nóg að gera hjá Manchester City í kringum hátíðarnar.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches