mið 06. desember 2017 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir fékk 75% atkvæða - Þjálfari ársins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson hefur verið valinn þjálfari ársins á Norðurlöndunum hjá Twitter-síðunni Nordisk Football.

Heimir barðist um nafnbótina við Graham Potter, sem hefur náð mögnuðum árangri með Östersund í Svíþjóð, Janne Andersson, landsliðsþjálfara Svíþjóðar, og Simo Valakari, þjálfara Tromsö í Noregi.

Heimir vann kosninguna með sannkölluðum yfirburðum, hann fékk 75% atkvæða í kosningunni, en næstur kom Graham Potter, þjálfari Östersund, hann fékk 17% atkvæða.

Allir Íslendingar vita hvað Heimir hefur gert á þessu ári og síðustu ár.

Hann kom Íslandi inn á HM úr erfiðum riðli í undankeppninni sem innihélt m.a. Króatíu, Úkraínu og Tyrkland.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland er með á HM. Ísland dróst í riðil með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í Rússlandi og ljóst er að verkefnið verður erfitt, en alls ekki ómögulegt.





Athugasemdir
banner
banner
banner