banner
   mið 06. desember 2017 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Lendi alltaf gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
„Það var allt undir fyrir bæði lið, enginn gat ímyndað sér að þetta færi svona," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 7-0 sigur á Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld. „Spartak Moskva er mjög gott lið, ég veit að þið haldið að svo sé ekki núna, en það er erfitt að spila gegn þeim," hélt Klopp áfram.

„Við opnuðum leikinn fullkomlega og eftir að við tókum forystuna þurftum við ekki að verjast. Þetta var gott kvöld á Anfield."

Liverpool vantaði aðeins stig úr leiknum, en þeir tóku öll þrjú er þeir gjörsamlega gengu frá Spartak Moskvu. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn endaði 7-0. Coutinho skoraði þrennu, Mane var með tvö og Firmino og Salah voru með sitt markið hvor.

„Það hjálpar að fá mark eða tvö snemma. Ég sagði við þá í hálfleik að við þyrftum að læra af mistökum okkar og halda áfram. Það er erfitt að fara í næsta gír og nota plássið, en það tókst í kvöld."

„Ég hef yfir engu að kvart, það er allt í góðu. Við breyttum kerfinu aðeins og strákarnir stóðu sig virkilega vel. Vörnin var líka frábær, ég kunni að meta það," sagði Klopp.

Klopp er sama hver mótherjinn verður í 16-liða úrslitum.

„Mér er nokkuð sama, ég lendi vanalega gegn Real Madrid, við munum sjá til. Við eigum engan óskamótherja"
Athugasemdir
banner
banner
banner