Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. desember 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool setti markamet - Skoruðu færri síðast þegar þeir unnu
Mynd: Getty Images
Liverpool skoraði sjö mörk gegn Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld og setti í leiðinni markamet.

Liverpool skoraði 23 mörk í allri riðlakeppninni.

Fjórtán af þessum mörkum komu í tveimur leikjum gegn Maribor á útivelli og síðan gegn Spartak í kvöld.

Með þessum 23 mörkum setti Liverpool markamet, en enskt lið hefur aldrei skorað eins mörg mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Það sem er líka athyglisvert er að Liverpool hefur núna skorað fleiri mörk í riðlakeppninni á þessu tímabili en í allri keppninni tímabilið 2004/05 þegar liðið fór alla leið í úrslit og vann eftir mjög svo eftirminnilegan úrslitaleik gegn AC Milan í Istanbúl.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner